Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Með áhuga á óskilamunum

27.02.2019 - 07:30
Mynd:  / 
„Þetta er mitt áhugamál. Ég baka ekki, það þýðir ekkert að hringja í mig og biðja mig að baka en ég hef hinsvegar áhuga á óskilamunum,“ segir Virpi Jokinen sem er í foreldrafélagi Laugarnesskóla. Hún hafði frumkvæðið að því að halda fyrstu merkingaleikana sem fram fóru í síðustu viku.

Þá komu foreldrar saman og fóru í gegnum alla óskilamuni og flokkuðu merkta muni eftir bekkjum. Daginn eftir sá síðan hver bekkjarkennari um að koma mununum til réttra eigenda.

„Þetta eru gríðarleg verðmæti, það er mikið um dýrar flíkur sem daga uppi, því miður. Þessu erum við að reyna að breyta, meðal annars með þessum merkingaleikum sem tókust mjög vel. Við vorum ekki nema hálftíma að flokka alt dótið, enda var búið að undirbúa þetta vel, og fólk hafði bara gaman að þessu, sagði Virpi.

gislie's picture
Gísli Einarsson