MDE úrskurðar Árna Kolbeinsson vanhæfan

04.06.2019 - 08:07
epa05709374 (FILE) - The assembly hall in the European Court of Human Rights in Strasbourg, France, 28 January 2016 (reissued 10 January 2017). The European Court of Human Rights (ECHR) in Strasbourg, France on 10 January 2017 ruled that parents of a Muslim girl living in Switzerland are obliged to send her to mixed swimming lessons, according to reports.  EPA/PATRICK SEEGER
 Mynd: EPA
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur í Al-Thani málinu svokallaða. Þetta getur þýtt endurupptöku málsins hér á landi.

Þeir Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru árið 2015 sakfelldir fyrir aðild sína að málinu og hlutu þunga dóma miðað við það sem áður hefur sést í efnahagsbrotamálum íslenskrar réttarsögu. Fjögur til fimm og hálft ár.

Forsagan er sú að Kaupþing tilkynnti um kaup Al-Thani á hlut í bankanum þann 22. september 2008. Sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani, einn valdamesti maður furstadæmisins Katar, hafði þá keypt ríflega fimm prósenta hlut í Kaupþing banka, fyrir 25 milljarða króna. Rannsókn leiddi síðar í ljós að kaupin höfðu verið fjármögnuð af bankanum sjálfum til að sýna fram á betri stöðu en raunin var. Brotin voru sögð þaulskipulögð og viðamikil.

Eiginkona og sonur tengd málinu

Sakborningarnir töldu að hallað hefði á þá við málsmeðferðina hér á Íslandi og hún hafi ekki verið rétt framkvæmd. Þá hafi Árni verið vanhæfur sem dómari vegna fjölskyldutengsla en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi fyrir fall bankans og sem starfsmaður í skilanefnd hans eftir hrun. Einnig var eiginkona Árna var varaformaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins þegar Kaupþing var til rannsóknar.

Eftir að fjórmenningarnir voru dæmdir fóru þeir fram á að endurupptökunefnd tæki málið upp að nýju en beiðnunum var hafnað, öllum fjórum. Þeir kærðu þá meðferð málsins til Mannréttindadómstólsins, sem hefur komist að áðurnefndri niðurstöðu. Þá skilaði einn dómara Mannréttindadómstólsins sératkvæði þar sem athugasemdir voru gerðar við framkvæmd málsmeðferðarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

evabb's picture
Eva Björk Benediktsdóttir
íþróttafréttamaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi