Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Martin stigahæstur í sigri Alba Berlin

Mynd með færslu
 Mynd:

Martin stigahæstur í sigri Alba Berlin

27.01.2020 - 21:44
Íslenski körfuboltalandsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var stigahæstur í sigri þýska liðsins Alba Berlin á HAKRO Merlins Crails í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Alba Berlin spilaði á heimavelli og byrjuðu þeir leikinn af krafti. Í hálfleik var liðið með 12 stiga forystu, 52-40. Þeir misstu aldrei tökin á leiknum og unnu að lokum með 16 stiga mun, 98-86. Martin varð stigahæstur í leiknum ásamt Jeremy Morgan í liði HAKRO með 18 stig en þar að auki átti Martin fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Eftir leikinn situr Alba Berlin í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, 2 stigum á eftir Ludwigsburg sem situr í öðru sætinu. Bayern Munich trónir á toppi þýsku deildarinnar með 30 stig.

Martin mætti á leikvanginn í kvöld klæddur Los Angeles Lakers treyju númer átta til heiðurs körfuboltagoðsagnarinnar Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Hér að neðan má sjá eina af körfum Martins í leiknum.

Tengdar fréttir

Körfubolti

Frábær leikur Martins dugði ekki til

Körfubolti

Martin með góðan leik þrátt fyrir tap