Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Margar atrennur frá breyskleika til góðmennsku

Mynd: RÚV/samsett mynd / RÚV/samsett mynd

Margar atrennur frá breyskleika til góðmennsku

01.02.2020 - 13:00

Höfundar

„Groundhog Day hafið svipuð áhrif á mig og Simpsons. Það var svo mikið af góðum setningum, sem lifa með manni,“ segir teiknarinn og tónlistarkonan Lóa Hjálmtýsdóttir um kvikmyndina Groundhog Day sem verður sýnd í Bíóást í kvöld.

„Ég veit ekki hversu oft ég hef sagt Ned Rierson, bing, bing again, eða eitthvað svona rugl. Endurtekningin í þessu er líka svo ótrúlega fyndin og þegar hann reynir að sleppa frá henni,“ segir Lóa. Hún er einna hrifnust af senunni þegar aðalpersónan, sem Bill Murray leikur, fer á matsölustað og graðkar í sig ógrynni af mat og kökum. „Því það er örugglega það sem ég myndi gera, fara og panta mér eitthvað ógeð.“ Lóa segir að þrátt fyrir að myndin sé fyndin og létt sé undirtónninn myrkur. „Það er eitthvað hræðilegt við það að tíminn líði ekki og maður sé fastur í hundleiðinlegum amerískum smábæ að eilífu. Það er eitthvað trúarlegt við það, eins og að vera í forgarði einhvers vítis.“

Lóa beinir því til fólks að fylgjast vel með þeim ótal mörgu og skemmtilegu aukapersónum myndarinnar, sem frábærir þekktir og óþekktir leikarar glæða lífi. Uppáhalds sena Lóu er þó þegar aðalpersónan fylgist með konu úr bænum laga brjóstahaldarann sinn þegar hún labbar yfir götu og hefur orð á því. „Því ég var 14 ára þegar ég sá hana fyrst og mikið að pæla í brjóstahöldurum. Atriðið sat svo í mér því ég fattaði ekki að konur væru almennt að vandræðast í brjóstahöldurnum sínum þannig ég varð pínu fegin. En svo var líka hryllingstilhugsunin um að einhver myndi taka eftir því að maður væri að laga brjóstahaldarann sinn, hélt að enginn myndi taka eftir því og sérstaklega ekki karlar.“ Þá finnst henni breyskleiki aðalpersónunnar heillandi. „Hann þarf svo margar tilraunir til betrunar því hann er svo ömurlegur. Þó ég sé almennt lítið hrifin af góðum boðskap og betrun fannst mér gaman að fylgjast með honum, því ég hef meiri áhuga á gölluðu fólki en góðu.“

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Bíóást: Bill Murray stelur senunni

Klassísk tónlist

Nýir pólitískir heimar Bill Murray

Tónlist

Bill Murray – trúðurinn með tregann í augunum

Leiklist

Bill Murray mætir á Groundhog Day – aftur