Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mannanafnanefnd verður mögulega óþörf

Mynd með færslu
 Mynd: burst.shopify.com
Mannanafnanefnd verður að líkindum lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðuneytisins nær fram að ganga. Dómsmálaráðuneytið óskar nú eftir ábendingum og athugasemdum varðandi frumvarpið á Samráðsgátt.

Í frumvarpinu er áætlað að leggja til að afnema núgildandi löggjöf um mannanöfn, eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem feslast í núverandi löggjöf. Á Samráðsgáttinni segir að ákvarðanir mannanafnanefndar hafi þótt benda til þess að löggjöf um mannanöfn sé of ströng og að erfitt geti verið að fá nöfn skráð hér á landi ef þau eru ekki fyllilega í samræmi við íslenskan rithátt og málhefð.

Ráðgert er að leggja til í frumvarpinu að mannanafnanefnd verði lögð niður, þar sem ekki verður lengur þörf á henni með víðtækari heimildum til skráningar.