Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Malbikið flettist af veginum í Eskifirði

30.12.2015 - 12:21
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Mynd með færslu
 Mynd: Jens Garðar Helgason
Malbik flettist af veginum á Strandgötu í Eskifirði í veðurofsanum sem gengur yfir Austurland. Tvær bryggjur splundruðust og spýtnabrak úr þeim liggur eins og hráviði um bæinn.

Jens Garðar Helga­son, formaður bæj­ar­ráðs í Fjarðabyggð, segir erfitt að meta hversu mikið tjónið er í bænum, en ljóst sé að það er gríðarmikið.

Jens Garðar fór í vettvangsferð um bæinn í dag og tók meðfylgjandi myndir. (Smellið á myndina efst til að sjá fleiri myndir). Jens Garðar segir að sjórinn hafi gengið mjög hart fram, sérstaklega við Mjóeyri. Þar standa ferðaþjónustuhús sem töluvert hefur mætt á.

Svo virðist sem skemmdir hafi komið fram á togaranum Aðalsteini Jónssyni, en tvö stór skip standa í höfninni á Eskifirði og hafa verið vöktuð í nótt. Ekki er vitað um skemmdir á minni bátum sem standa í smábátahöfninni, þó sjógangur þar hafi verið gríðarmikill.

Jens Garðar segir mikið verk framundan, þegar veður lægir. „Það er grjót og drulla út um allt,“ segir Jens Garðar. Hann vonar að það versta sé að baki. „Það er ennþá mjög hvasst en ég vona að það versta sé afstaðið.“ Ekki verði hægt að meta heildartjónið fyrr en veðrið er gengið yfir.

Jens Garðar segist ætla að fara fram á að grjótvarnir við strandlengjuna verði tafarlaust bættar. „Grjótvarnir og uppbyggingarstarf er framundan og verður sett í forgang. Blessunarlega hefur enginn slasast og enn og aftur sanna Björgunarsveitirnar gildi sitt. Fyrir starf þeirra verð ég og við ævinlega þakklát,“ skrifar Jens Garðar á Facebook-síðu sína.

 

Sjórinn búinn að brjóta sig alveg upp að leiði til minningar um síðustu aftökuna á Austurlandi 1786

Posted by Jens Garðar Helgason on Wednesday, December 30, 2015