Mál Óskars-þjófs McDormand fellt niður

epa06581599 Frances McDormand, winner of the Best Actress for 'Three Billboards Outside Ebbing Missouri,'  in the press room during the 90th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 04 March 2018. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in 24 categories in filmmaking.  EPA-EFE/PAUL BUCK
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Mál Óskars-þjófs McDormand fellt niður

21.08.2019 - 16:03

Höfundar

Mál á hendur Terry Bryant, 48 gömlum manni sem var sakaður um að stela Óskarsverðlaunastyttu sem Frances McDormand hlaut fyrir bestan leik í aðalhlutverki, hefur verið fellt niður.

BBC sem greinir frá þessu og er forsagan sú að McDormand hlotnaðist gullstyttan sem besta leikkona í aðalhlutverki í myndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri á verðlaunaafhendingunni í mars 2018. Eftir athöfnina fór McDormand á svokallað ríkisstjóraball, Governor's Ball, sem er opinber kvöldverður eftir Óskarsverðlaunin, og lét þar grafa nafn sitt í gripinn. Styttan hvarf á dularfullan hátt af borði hennar og virðist hafa endað í höndunum á téðum Terry Bryant, sem var starfsmaður á viðburðinum. Hann flaggaði styttunni grimmt, sýndi öllum sem vildu á leið sinni út úr salnum og tók myndband af sér að handleika Óskarinn sem hann dreifði á samfélagsmiðlum.

Hér má sjá hvernig Bryant stærir sig af stolinni styttunni.

Það var þess vegna hægðarleikur fyrir lögregluna að hafa uppi á þeim seka, sem hafði verðlaunin í fórum sínum þegar hann var handtekinn, og var þeim komið í hendurnar á réttmætum eiganda. Málið var hins vegar fellt niður í gær og saksóknarar gáfu þá skýrigu að ekki væri hægt að halda áfram með það þótt ekki hafi verið útskýrt nánar hvað í því fælist. Þetta var annað skiptið sem Óskarinn féll McDormand í skaut því að hún var líka valin besta leikkona í aðalhlutverki í Cohen-myndinni Fargo frá 1996. Þakkarræða hennar á verðlaunaafhendingunni vakti mikla athygli þar sem hún hvatti konur í kvikmyndaiðnaðinum til dáða og skammaði karlana, sem hafa töglin og hagldirnar, fyrir að hleypa þeim ekki að.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Hverjir fá tilnefningu til Óskarsverðlauna?

Menningarefni

Óskarsverðlaun fyrir „poppkornsmyndir“

Mannlíf

Casey Affleck afhendir ekki Óskarsverðlaun

Kvikmyndir

Skiltin þrjú sigursælust á SAG-verðlaununum