Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Magnað myndband frá Björk við Tabula Rasa

Mynd með færslu
 Mynd: Screenshot - Tabula Rasa video

Magnað myndband frá Björk við Tabula Rasa

13.05.2019 - 16:29

Höfundar

Björk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Tabula Rasa sem er á síðustu plötu hennar Utopia. Í laginu starfar hún með hressri 12 kvenna flautuhljómsveit auk furðufuglunum og upptökustjórunum Arca og Rabit.

Nýja myndbandið við Tabula Rasa er algjör veisla fyrir augað þar sem stafrænni Björk er umbreytt í litríkan hægfljótandi massa sem minnir á sambland af manneskju og blómi á stundum. Leikstjóri er Tobias Gremmier sem hefur getið sér gott orð í stafrænni listsköpun.  

Björk hefur verið upptekin við að undirbúa og koma í gang tónleikaröð sinni Cornucopia sem hún segir að sé sín metnaðarfyllsta til þessa. Corncopia var valin sem opnunarverk menningarmiðstöðvarinnar The Shed í New York.