Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldurs

17.07.2019 - 22:44
People crossing the border have their temperature taken to check for symptoms of Ebola, at the border crossing near Kasindi, eastern Congo Wednesday, June 12, 2019, just across from the Ugandan town of Bwera. In Uganda, a 5-year-old boy vomiting blood became the first cross-border victim of Ebola in the current outbreak on Wednesday, while two more people in Uganda tested positive for the highly contagious disease that has killed nearly 1,400 in Congo. (AP Photo/Al-hadji Kudra Maliro)
Þeir sem fara yfir landamæri Austur-Kongó eru mældir og skoðaðir. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Alþjóðheilbrigðismálastofnunin lýsti í dag yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Ebólufaraldursins sem brotist hefur út í Austur-Kongó. Yfir 1600 hafa látist í faraldrinum og tólf ný tilfelli greinast á hverjum degi.

Eftir að smit greindist í borginni Goma er óttast að faraldurinn eigi eftir breiðast yfir til Rúanda en hann hefur þegar náð yfir landamærin til Úganda. Þar til smitið greindist í Goma, þar sem um tvær milljónir manna búa, hafði veirusýkingin að mestu verið bundin við dreifbýl svæði.

Neyðarástandi af þessari stærðargráðu hefur einungis verið lýst yfir fjórum sinnum áður.