Þeir sem fara yfir landamæri Austur-Kongó eru mældir og skoðaðir. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Alþjóðheilbrigðismálastofnunin lýsti í dag yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Ebólufaraldursins sem brotist hefur út í Austur-Kongó. Yfir 1600 hafa látist í faraldrinum og tólf ný tilfelli greinast á hverjum degi.
Eftir að smit greindist í borginni Goma er óttast að faraldurinn eigi eftir breiðast yfir til Rúanda en hann hefur þegar náð yfir landamærin til Úganda. Þar til smitið greindist í Goma, þar sem um tvær milljónir manna búa, hafði veirusýkingin að mestu verið bundin við dreifbýl svæði.
Neyðarástandi af þessari stærðargráðu hefur einungis verið lýst yfir fjórum sinnum áður.