Lýsa fullu trausti við skólastjórnendur og kennara

02.12.2019 - 15:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og ánægju með skólastarfið til fjölda ára.

Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn á Seltjarnarnesi segist meirihlutinn harma stöðuna sem komin er upp. Boðaður verði fundur um málið sem fyrst með kennurum skólans. Meirihlutinn segist í yfirlýsingunni vita að mikill metnaður sé innan skólans og mikilvægt sé að sátt og traust ríki um skólamál í sveitarfélaginu.  

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins lýsti á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag harmi yfir ágreiningi um námsmat og bað foreldra og tíundubekkinga afsökunar á tilfinningalegu tjóni og óþægindum sem þetta hefði valdið og þeim afleiðingum sem þetta hefði í för með sér. 

Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ásgerði  Halldórsdóttur bæjarstjóra á Seltjarnarnesi frá því á föstudag. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi