Bækistöð hátíðarinnar er galleríið Midpunkt í Hamraborg en listrænir stjórnendur eru þær Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson og Wiola Ujazdowska. „Hugmyndin kemur frá Wiolu,“ segir Ragnheiður. „Hún vildi gera pólska listamenn sem búa hér sýnilegri.“