Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Lúskraði á manni með hafnaboltakylfu

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á sjötugsaldri í dag til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Maðurinn réðist að öðrum manni í Reykjavík fyrir rúmlega ári síðan og sló hann mörgum sinnum með hafnarboltakylfu í höfuð og búk. Maðurinn hlaut af fjögurra sentímetra langan skurð á hnakka, mar í andliti og lítilsháttar blæðingu á bak við hljóðhimnu auk annarra áverka.

Maðurinn játaði sök í málinu og gengist við skaðabótaskyldu. Þar sem hann hefur ekki áður verið dæmdur fyrir refsilegabrot var tekið mið af því við ákvörðun refsingar. Á móti vegur að líkamsárásin þótti sérstaklega hættuleg og líkamstjónið töluvert. Dómari segir að tilviljun ein hafi ráðið því að ekki hlaust verulegt varanlegt líkamstjón af árásinni. 

Auk skilorðsbundna fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða brotaþola sínum rúmlega 1,1 milljón króna í skaðabætur. Að auki þarf hann að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað, að stærstum hluta í málsvarnarlaun verjanda sín og þóknun réttargæslumanns brotaþola.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV