Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision

Demi Lovato kynnt til leiks í Eurovision-mynd Will Ferrell.
 Mynd: Netflix

Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision

21.08.2019 - 10:17

Höfundar

Bandaríska poppstjarnan Demi Lovato hefur gengið til liðs við leikarahóp nýjustu myndar Wills Ferrell um Eurovision.

Demi Lovato kemur til með að leika íslenska söngkonu í gamanmyndinni Eurovision. Þetta tilkynnti Will Ferrell, aðalleikari myndarinnar og handritshöfundur, í gær með pompi og prakt á afmælisdegi söngkonunnar.

Myndin er þegar stjörnum hlaðin. Ferrell og Rachel McAdams leika þar íslenska söngvara, þau Lars Ericksson og Sigrit Ericksdóttur, sem keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Pierce Brosnan leikur föður Lars, sem lýst er sem myndarlegasta manni Íslands, og fyrr í vikunni var tilkynnt að Dan Stevens, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í Legion og Beauty and the Beast, leiki í myndinni rússneskan söngvara.

Myndin fjallar meðal annars um fjögurra áratuga langa eyðimerkurgöngu Íslands í keppninni. Tökur eru þegar hafnar og fara að hluta til fram hér á landi. Allmargir íslenskir leikarar fara með hlutverk í henni, má þar nefna Ólaf Darra Ólafsson, Nínu Dögg Filippusdóttur, Björn Hlyn Haraldsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Eyðimerkurganga Íslands í stóru hlutverki

Kvikmyndir

Will Ferrell leikur Íslending

Tónlist

Ferrell beðinn um að stíga á svið í Eurovision

Tónlist

Will Ferrell er mjög áhugasamur um Eurovision