Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Lögreglu var tilkynnt um berserksgang

31.01.2016 - 12:16
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Gísli Einarsson
Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um að ölvaður maður gengi berserksgang við Hótel Ljósaland, laust fyrir klukkan fimm í morgun. Um hálftíma síðar var tilkynnt um að kviknað væri í hótelbyggingunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Tilkynning lögreglunnar er birt á lögreglan.is. Hún er svohljóðandi.

Laust fyrir kl. fimm sl. nótt var Lögreglunni á Vesturlandi tilkynnt að ölvaður maður gengi berserksgang við hótel Ljósaland í Dalabyggð og fór lögreglan áleiðis á vettvang. Um hálftíma síðar var tilkynnt að kviknað væri í hótelbyggingunni og voru slökkviliðin í Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppi þá kölluð út. Einn maður var handtekinn á vettvangi grunaður um að hafa kveikt í byggingunni og er hann í haldi lögreglu. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi. Engir gestir voru í hótelinu þegar kviknaði í byggingunni og enginn slasaðist.