Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lögregla gerði húsleit hjá Indlandsdeild Amnesty

epa02646372 Amnesty International official Vikramjeet Batra (L) holds a copy of the report title 'A Lawless Law: Detentions under the Jammu and Kashmir Public Safety Act' as Indian actress Madhu Malhotra (R) looks on during a press conference in Srinagar, the summer capital of Indian Kashmir, 21 March 2011. Human rights organisation Amnesty International attacked the governments of India and of Jammu and Kashmir over the misuse of the Public Safety Act (PSA), a draconian Indian law, which it said had been used to detain up to 20,000 people without trial in violence-hit Kashmir. Amnesty urged India to scrap the PSA that allows police to detain a person up to two years without charge or trial if he or she is deemed a threat to the state. Besides, Amnesty also called upon Indian authorities  to hold an impartail and independent probe into allegations of torture in Jammu and Kashmir.  EPA/FAROOQ KHAN
Vikramjeet Batra, starfsmaður Indlandsdeildar Amnesty International, og leikkonan Madhu Malhotra kynna skýrslu AI um ólögmætar handtökur á grundvelli nýrra laga um almannaöryggi í Kasmír; lög, sem samtökin segja ólög. Mynd: epa
Indverska alríkislögreglan, CBI, gerði í gær húsleit á tveimur skrifstofum Indlandsdeildar alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Réðust fulltrúar CBI til inngöngu í skrifstofur samtakanna í Nýju Delí og Bengaluru, að sögn til að leita gagna sem tengjast rannsókn á meintum brotum samtakanna á reglum um erlenda fjármögnun.

Í tilkynningu frá CBI segir að grunur leiki á um að Indlandsdeild Amnesty hafi þegið fjárframlög frá Bretlandsdeild samtakanna, umfram það sem lög leyfa. Rannsókn á þessum meintu brotum hófst eftir að ábending þar um barst frá innanríkisráðuneytinu, segir í tilkynningu lögreglu.

Amnesty International, sem hafa ítrekað gagnrýnt framgöngu ríkisstjórnar Narendra Modi á síðust árum, sættu líka lögreglurannsókn í fyrra vegna meintra brota á þessari sömu löggjöf.

Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu eftir húsleitirnar í dag. Í henni segir að síðasta árið eða svo hafi mátt sjá ákveðið mynstur ofsókna og áreitni í viðbrögðum yfirvalda í hvert skipti sem Indlandsdeild Amnesty tjái sig um og gagnrýni mannréttindabrot á Indlandi.

Nýlega gagnrýndu samtökin ríkisstjórn Modis fyrir mannréttindabrot í Kasmír-héraði, þar sem stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða og lagasetninga til að hefta tjáningar-, funda- og fjölmiðlafrelsi og þrengja að réttindum múslímskra Kasmírbúa. Samtökin hafa sérstaklega gagnrýnt lög um almannaöryggi í Kasmír, sem notuð hafa verið til að réttlæta handtökur og fangelsun fjölda fólks sem mótmælt hefur framgöngu stjórnvalda í héraðinu. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV