Lögregla elti máv sem tók peningaveski

06.05.2019 - 10:05
Mávur með þung ský í bakgrunni
Mynd úr safni. Mynd: Stocksnap.io
Lögreglumenn í almennu eftirliti á Suðurnesjum í gærkvöld tóku eftir mávi sem flaug fyrir ofan lögreglubílinn. Þeir héldu að hann væri með dýr í gogginum en þegar betur var að gáð kom í ljós að hann var með veski.

Lögreglumennirnir eltu mávinn og náðu honum skammt frá þar sem hann lenti til að kíkja á fenginn. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að í veskinu hafi verið skilríki og því var hægt að hafa samband við eigandann sem hafði séð mávinn fljúga á brott með veskið. Eigandinn var að vonum himinlifandi yfir því að endurheimta veskið.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi