Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Logi Ólafs hættur með Víking

Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski - RÚV

Logi Ólafs hættur með Víking

03.10.2018 - 09:05
Logi Ólafsson verður ekki áfram þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings.

Víkingur endaði í 9. sæti Pepsi-deildarinnar en Logi tók við Víkingum fyrir tímabilið í fyrra. Logi hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum. Hann þjálfaði lið Víkings frá 1990-1992 og varð liðið Íslandsmeistari 1991 en Logi hefur einnig verið þjálfari ÍA, FH, KR, Selfoss og Stjörnunnar. Þá hefur Logi einnig þjálfað kvennalið Vals, íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.

Fréttatilkynning Víkings

Knattspyrnudeild Víkings og Logi Ólafsson ákváðu á fundi í gær að halda samstarfinu ekki áfram og mun Logi því láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Logi tók við liði Víkings í maí 2017 á erfiðum tímapunkti og gerði samning út tímabilið 2018. Knattspyrnudeild Víkings er þakklát Loga fyrir það kröftuga starf sem hann hefur sinnt undanfarna 15 mánuði og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur næst.