Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Hann er sagður hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva þegar hann var við störf sem lögreglumaður við leit í húsnæði í Hveragerði. Vökvinn var í potti á eldavél.