Nokkrir þekktustu sérfræðingar samtímans á sviði loftslagsvísinda eru staddir hér á landi um þessar mundir og taka meðal annars þátt í málþinginu Loftslagsvísindin og loftslagsumræðan sem fram fer í Háskóla Íslands á morgun.
Eðlis- og loftslagsfræðingurinn Michael Mann og loftslags-og haffræðingurinn Stefan Ramsdof flytja erindi á málþinginu og það sama má segja um umhverfisbloggarann Peter Sinclair, félagsfræðinginn Kari Norgaard og Guðna Elísson bókmenntafræðing. Víðsjá er í dag tileinkuð loftslagsmálum og munu þau þrjú síðastnefndu, Peter Sinclair, Kari Norgaard og Guðni Elísson segja frá í þættinum.