Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Loftslagsskóli fyrir ungmenni á Egilsstöðum

27.06.2019 - 18:16
Egilsstaðir, Fljótsdalshérað. Mynd tekin í júlí 2013. Mynd: Rúnar Snær Reynisson
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Nemendur í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs hafa undanfarna daga fengið að sækja einskonar loftslagsskóla. Námskeiðið er styrkt af uppbyggingarsjóði Austurlands en þar fá nemendur meðal annars að kynnast hugtakinu loftslagsréttlæti og áhrifum hamafarahlýnunar á ungmenni í öðrum heimshlutum. Guðrún Schmidt, náttúrufræðingur ákvað að halda námskeiðin því henni fast vanta fræðslu um þessi mál til ungmenna.

„Og liggja ekki bara í vonleysi heldur vera virkur. Ég var í mastersnámi í menntun til sjáfbærni og þar hef ég lært um allar þessar skemmtilegu kennsluaðferðir og aðferðir til að miðla umhverfismálunum til fólks. Svo erum við að skoða svolítið okkar neyslumynstur og hagkerfið. Þetta línulega hagkerfi á okkar endanlegu jörð með takmörkuðum auðlindum. Það er ekki nóg að upplýsa heldur þurfum við að efla getu til aðgerða og vilja til aðgerða. Og líka að hver og einn finni sitt hlutverk í þessum breytingum, hvað hver og einn vill gera. Það er hlutverkaleikur og það er einmitt svo mikilvægt að setja sig í spor annarra og gera sér grein fyrir hvað þetta hefur mikil áhrif á fólk í öðrum löndum nú þegar,“ segir Guðrún Schmidt.

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV