
Lofa nýjum og betri iPhone eftir tíu daga
Rafhlaða nýja símans á að endast lengur en rafhlöður hinna eldri. Nýju símarnir munu kosta á bilinu 699 til 1.199 dollara, eða um tæpar 90 til 150 þúsund krónur.
Úrið fáanlegt úr títaníum
Nýja úrið er þannig hannað að ávallt er hægt að hafa kveikt á skjámynd þess. Þrátt fyrir það er lofað að rafhlaðan endist í um átján klukkustundir. Auk þess er áttaviti í úrinu, það getur fylgst með og skráð svefnvenjur notandans og þá er það fáanlegt úr títaníum. Eldri útgáfa úranna fæst fyrir lægra verð en Apple hefur selt snjallúrin á hingað til.
iPhone 11 and 11 Pro are an evolutionary step. No giant leap but for those upgrading after 3 years it will fulfill the brief. Lack of 5G unlikely to impact Apple outside of China and Japan #iPhone11 #AppleEvent pic.twitter.com/YBKr8mQbkL
— Geoff Blaber (@geoffblaber) September 10, 2019
Þá boðar fyrirtækið nýjan og stærri iPad. Að auki stefnir fyrirtækið á að gefa út Apple TV+ efnisveitu í byrjun nóvember. Efnisveitan, sem svipar til Netflix en á að vera ódýrari, býður upp á þætti og kvikmyndir sem ekki eru fáanlegar annars staðar.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Sala farsíma hefur dregist saman að undanförnu
Sala á farsímum hefur dregist saman að undanförnu. Samdrátturinn kom verr við Apple en aðra símaframleiðendur. Fyrirtækið tilkynnti þó um daginn að aldrei áður hefðu jafn margir iPhone símar verið í notkun og nú.
Greint var frá því í ágúst að vörusala Símans hefði dregist saman um 109 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Orri Hauksson, forstjóri símans, sagði að tekjur af farsímatækjum hefðu dregist saman á milli ára. Það væri í takti við þróun erlendis. Neytendur kjósi að eiga símtækin sín lengur en áður. Þessi þróun hafi þó lítil áhrif á afkomu samstæðunnar.