Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Lóan er komin til landsins

15.03.2020 - 18:15
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Falk
Lóan hefur sést í fyrsta sinn svo vitað sé á þessu ári. Því er óhætt að segja að þessi ljúfi vorboði sé kominn. Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, sem heldur uppi greinargóðri upplýsingagjöf um fugla hér á landi, greinir frá þessu nú síðdegis.

Þar kemur fram að athugunarmaður hafi heyrt í heiðlóu utan við Ósland á Höfn í gær, en náði ekki að koma auga á hana. Í dag heyrði hann aftur í heiðlóu, nú á Flóanum við Höfn, og tókst að sjá hana. Það hafa engar lóur verið á Höfn eða nágrenni síðan í haust og því óhætt að segja að þetta teljist til tíðinda.

Lóan er nú fyrr á ferðinni en í fyrra, þegar fyrstu tilkynningar bárust um hana í lok mars.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV