Ljóðrænt zen í Kling og Bang

Mynd: RÚV / RÚV

Ljóðrænt zen í Kling og Bang

31.08.2019 - 15:00

Höfundar

Danski listahópurinn A Kassen hefur lagt undir sig Kling og Bang í Marshall-húsinu með Móður og barni, sýningu sem smýgur í gegnum veggi og gólf og snýr jafnvel heiminum á hvolf, ef svo má segja.

Þetta er í fjórða sinn sem danski listahópurinn A Kassen sýnir á Íslandi en hann er skipaður þeim Christian Bretton-Meyer, Morten Steen Hebsgaard, Soren Petersen og Tommy Petersen. Leiðir þeirra rötuðu til Íslands í gegnum Erling TV Klingenberg, einum af stofnfélögum Kling og bang, sem þeir kynntust þegar hann bjó í Danmörku. 

Í sýningunni Móðir og barn sýnir hópurinn nokkra skúlptúra og innsetningar. Um leið og gengið er inn í rýmið blasir við ferhyrningslagaður skúlptúr sem er niðursokkinn í steypugólfið. Í ljós kemur að þetta er stytta sem snúið hefur verið á hvolf þannig að sökkullinn blasir við.

Sýningin Móðir og barn í Marshallhúsinu
 Mynd: RÚV
Christian Bretton-Meyer.

„Okkur þótti áhugavert að sjá skúlptúr neðan frá, svo við gerðum holu í gólfið og settum skúlptúr öfugan ofan í það, þannig að á hæðinni fyrir neðan sést sjálf styttan á hvolfi en hér sjáum við óhlutbundnari þætti hennar,“ segir Christian. „Það er fátítt að vera í sýningarsal þar sem er annar salur er fyrir neðan,“ segir Tommy. „Okkur fannst þess vegna áhugavert að vinna aðeins með rýmið.“

Annað verk á sýningunni dregur dám af þessu; hitaveitulagnir sem lagðar hafa verið frá ofnum við gluggann þvert yfir gólfið, í gegnum vegg þar sem þær tengjast skúlptúrum í rými við hliðina. „Það er gaman að vinna með hið óvænta og töfina í verkinu, þar sem er forsíða og svo baksíða. Við vildum líka nýta jarðvarmann á Íslandi og tengja hann við nokkra skúlptúra sem eru hér til hliðar.“

Sýningin Móðir og barn í Marshallhúsinu
 Mynd: RÚV
Skúlptúrar ganga niður úr gólfinu í Marshallhúsinu þessa dagana.

Titill sýningarinnar, Móðir og barn, dregur nafn sitt frá skúlptúrnum komið var fyrir í gólfinu. „En mér finnst sýningin líka bjóða upp á tengingu við móður jörð og það sem býr í henni,“ bætir Tommy við. „Það verður fljótt væmið fari maður að ræða það en það felst í þessu ljóðrænt zen.“ 

Menningin fjallaði um sýninguna Móðir og barn. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Tónlist

Lykillinn að hleypa inn í stað þess að útiloka

Myndlist

„Við ættum öll að draga fram striga og skapa“

Tónlist

Stríðinn listamaður þykist banna myndatökur

Myndlist

Myndlistarsýning fyrir blinda og sjónskerta