
Litlar breytingar á fylgi flokka
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mesta fylgi, tæplega 22 prósent. Næst kemur Samfylkingin, með tæp 16 prósent og bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum milli mánaða.
Miðflokkurinn mælist með rúmlega 13 prósenta fylgi, Vinstri græn með tæp 13 prósent og Viðreisn með rúmlega 11 prósenta fylgi.
Fylgi flokka í Þjóðarpúlsi Gallup
Þjóðarpúls Gallup 2. september 2019 samanborinn við kosningaúrslit 2017.









Heimild: Netkönnun sem Gallup gerði dagana 29. júlí til 1. september 2019. Heildarúrtaksstærð var 8.423 og þátttökuhlutfall var 47,2%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,2-1,4%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Píratar tapa rösklega þremur prósentustigum í sínu fylgi milli mánaða, og mælast nú með níu prósent en voru með 12 prósent. Framsóknarflokkurinn mælist með rúmlega átta prósent og Flokkur fólksins með um fjögur prósent. Sósíalistaflokkur Íslands, sem er ekki á þingi, mælist með sama fylgi.
Um helmingur þeirra sem taka afstöðu segist styðja ríkisstjórnina og eykst stuðningur við hana lítillega milli mánaða. Næstum 11 prósent aðspurðra segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu.