Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Listin er andsvarið við neysluhyggju“

Mynd: RÚV / RÚV

„Listin er andsvarið við neysluhyggju“

12.06.2019 - 20:48

Höfundar

Vala Kristín Eiríksdóttir hrósaði karakternum sem hún leikur í sýningunni Matthildi, henni Normu Ormars, fyrir að þora að taka pláss þegar hún tók við Grímunni í kvöld.

Vala hlaut Grímuna fyrir hlutverk sitt í sýningunni Matthildur sem var á fjölum Borgarleikhússins síðasta leikár. Hún ákvað að nýta tímann sem hún hafði til að halda þakkarræðu og steig ekki af sviðinu fyrr en tíminn hennar var útrunninn og hljómsveitin byrjuð að spila og gefa það til kynna.

Hún lýsti því yfir að hún ætlaði að taka sér Normu Ormars til fyrirmyndar og nota gluggann eins og Halldóra Geirharðs kenndi henni og hrópaði svo yfir salinn að listin væri andsvarið við neysluhyggjunni.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Gríman afhent í kvöld