Listi umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra verður ekki birtur opinberlega eftir að umsóknarfrestur rennur út á mánudag. Þetta staðfestir Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV. Hann segir að stjórnin hafi samþykkt á síðasta fundi að fylgja ráðleggingu ráðningarfyrirtækisins Capacent um þetta.