Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Listi Sjálfstæðisflokks í sameinuðu sveitarfélagi

Mynd með færslu
 Mynd: Fulltrúaráð sjálfstæðisfé
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Kosið verður til sveitarstjórnar 18. apríl.

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélögunum fjórum samþykkti tillögu uppstillingarnefndar á sunnudag. Efstu fjögur sætin eru skipuð fulltrúum úr öllum sveitarfélögunum.

1. Gauti Jóhannesson, sveitastjóri, Djúpavogi
2. Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
3. Elvar Snær Kristjánsson, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
4. Jakob Sigurðsson, oddviti, Borgarfirði eystra
5. Guðný Margrét Hjaltadóttir, skrifstofustjóri, Fljótsdalshéraði
6. Oddný Björk Daníelsdóttir, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
7. Sigurður Gunnarsson, viðskiptafræðingur, Fljótsdalshéraði
8. Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, viðskiptafræðingur, Fljótsdalshéraði
9. Ívar Karl Hafliðason, umhverfis- og orkufræðingur, Fljótsdalshéraði
10. Gunnar Jónsson, bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV