Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Linda Pétursdóttir ætlar ekki í forsetann

18.04.2016 - 16:27
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot af linda.is - linda.is
Linda Pétursdóttir hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands en hún hefur undanfarið legið undir feldi og íhugað framboð. Linda segir á vef sínum að íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar hafi mikið haft samband við hana vegna þessa og sýnt ákvörðun hennar áhuga.

Linda segist hafa heitið sjálfri sér að svarið yrði að koma frá hjartanu og niðurstaða hennar hafi orðið sú að þó að hún sé alvön í  erlnedum samskiptum og þekki til búsetu í borg og bæ þá telji hún sig eiga ýmislegt enn ólært til að verða góður forseti, ekki síst í stjórnsýslu og stjórnskipan. 

Enn eru nokkrir að hugleiða framboð, meðal annarra:
Bergþór Pálsson
Eiríkur Björn Björgvinsson
Ellen Calmon
Guðni Th Jóhannesson
Guðrún Nordal
Sigrún Stefánsdóttir
Stefán Jón Hafstein
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

 

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV