Linda Pétursdóttir hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands en hún hefur undanfarið legið undir feldi og íhugað framboð. Linda segir á vef sínum að íslenskir og alþjóðlegir fjölmiðlar hafi mikið haft samband við hana vegna þessa og sýnt ákvörðun hennar áhuga.