Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lilja hlýtur Blóðdropann annað árið í röð

Mynd með færslu
 Mynd:

Lilja hlýtur Blóðdropann annað árið í röð

21.06.2019 - 14:17

Höfundar

Lilja Sigurðardóttir glæpasagnahöfundur hlýtur Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, í ár.

Lilja Sigurðardóttir fær verðlaunin fyrir bókina Svik en þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur þau. Bókin verður þar með framlag Íslands til Glerlykilsins sem besta norræna glæpasagan.

Hið íslenska glæpafélag stendur að verðlaununum. Dómnefnd skipuðu Vera Knútsdóttir formaður, Páll Kristinn Pálsson og Kristján Atli Ragnarsson. Í áliti dómnefndar segir að sagan sé hörkugóður pólitískur spennutryllir. 

„[Hún er] ferskur andblær í íslenska glæpasagnahefð sem hefur ekki oft tekið á spillingu í íslenskum stjórnmálum. Helsta vægi sögunnar er margslungin fléttan sem nýtur sín í öruggum höndum höfundar. Þá prýðir söguna ríkulegt persónugallerí sem segja má að sé stærsti kostur Lilju, en hún er sérstaklega góð í að skapa sannfærandi persónur sem auðvelt er að hrífast með. Svik sver sig í ætt við skandinavísk ættmenni sín á sviði glæpabókmennta, er í senn vel skrifuð og æsispennandi.“

Mynd með færslu
 Mynd: Blóðdropinn

Lilja Sigurðardóttir hlaut Blóðdropann í fyrra fyrir glæpasöguna Búrið.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Sannfærandi og áhugaverð spennusaga