Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Líkur á ófærð fyrir norðan í fyrramálið

09.02.2020 - 18:26
Innlent · Ófærð · Óveður · veður
Mynd með færslu
 Mynd: Ingi Rafn Ingason - Aðsend mynd
Líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, sérstaklega í Skagafirði, Eyjafirði og með ströndinni á Norðausturlandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Útlit er fyrir hríðarveður norðanlands og á Vestfjörðum eftir klukkan 22:00 í kvöld og í nótt.

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Breiðafirði klukkan 8 í fyrramálið. Á Vestfjörðum tekur viðvörunin gildi á miðnætti á morgun. Á Ströndum og Norðurlandi vestra verður viðvörunin í gildi frá klukkan 6 í fyrramálið. Veðurstofan hvetur ferðalanga til að sýna varkárni. Í þessum landshlutum er spá snjókoma eða skafrenningi og slæmu skyggni. 

Mynd með færslu
 Mynd: vedur.is