Líklega óþolandi með danssýningar í fjölskylduboðum

Mynd með færslu
 Mynd: Rósa Ómarsdóttir

Líklega óþolandi með danssýningar í fjölskylduboðum

22.01.2020 - 15:16
Rósa Ómarsdóttir er dansari og danshöfundur sem búið hefur í Brussel í níu ár og sett upp verk út um allan heim. Hún segir dans vera eins konar pönk listformanna, óræðan og geti verið ótrúlega margt.

Rósa Ómarsdóttir er fjórtandi gestur hlaðvarpsins Skaparans en hún setti nýlega upp sviðsverkið Spills í Tjarnarbíói. Hún hefur dansað síðan hún var lítil, ballett, nútímadans og samtímadans. Hún segist líka strax hafa byrjað að semja dansa. „Ég var örugglega óþolandi í fjölskylduboðum því ég vildi alltaf vera að sýna dansa sem ég hafði samið.“

Rósa segir dans geta verið á öllum skalanum en það sem sameinar fólk yfirleitt er orðið „kóreógrafía“. „Kóreógrafía er í rauninni það að hreyfa hluti í tíma og rými, ákveðin skipulagning í tíma og rými þannig það getur í raun átt við hvað sem er.“ 

Hildur ræddi við Rósu meðal annars um hvernig hún vissi að hún vildi verða dansari sem skapar sitt eigið, hvernig er að vinna í „blackboxi“ án sambands við umheiminn, hvernig heimspeki gefur henni hugmyndir og fleira.

Þú getur hlustað á Skaparann hér en þátturinn er líka aðgengilegur í öllum helstu hlaðvarpsveitum og á Spotify.