Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Liðsauki sendur til Katalóníu

06.11.2019 - 10:03
Erlent · Katalónía · Spánn · Evrópa
epa07974361 Some demonstrators take part in a protest camping close to a handmade street plaque reading 'Always Our Street' against the Spanish Supreme Court's sentence against Catalan pro-independence leaders at University Square in Barcelona, Catalonia, Spain, 05 November 2019. Some one-thousand people, mainly university students, are holding protests since last 30 October.  EPA-EFE/QUIQUE GARCIA
Tjaldbúðir aðskilnaðarsinna á háskólatorginu í Barcelona. Mynd: EPA-EFE - EFE
Spænskar öryggissveitir ætla að senda liðsauka til Katalóníu fyrir þingkosningarnar á sunnudag til að koma í veg fyrir að raskist ekki vegna mótmæla. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindi frá þessu í morgun.

Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa efnt til mikilla mótmæla síðan níu leiðtogar þeirra voru dæmdir í fangelsi í síðasta mánuði og búast stjórnvöld í Madrid við að þau færist í aukana síðustu daga fyrir kosningar.

Talsmaður spænsku alríkislögreglunnar staðfesti það í morgun að liðsauki yrði sendur til Katalóníu. Hún myndi þó ekkert aðhafast nema beiðni kæmi um aðstoð frá lögregluyfirvöldum þar.