Kona lést í slysi í Steinsholtsá í dag eftir að hún og eiginmaður hennar fóru í ána við Þórsmörk um miðjan dag. Fjölmennt björgunarlið var sent í Þórsmörk um klukkan hálfþrjú eftir að fólkið, sem eru erlendir ferðamenn, reyndu að þvera Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni.