Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lést af slysförum eftir fall úr stiga á Akranesi

16.02.2020 - 13:46
Innlent · Akranes · Slys · Vesturland
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Kona á fertugsaldri lést af slysförum á Akranesi á fimmtudag þegar hún féll niður úr stiga og er talin hafa lent á höfðinu. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann telur að fall konunnar hafi verið um þrír metrar úr stiganum.

Mikið hvassviðri gekk yfir landið á föstudag og voru íbúar á suðvesturhorninu beðnir um að huga vel að húsum sínum og lausamunum. Aðspurður hvort konan hafi verið að búa sig undir óveðrið segist Jón ekki geta fullyrt slíkt, en allt bendi til að svo hafi verið. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV