Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Leituðu að konu

23.12.2019 - 22:09
Björgunarsveitarmenn að störfum.
Mynd úr safni. Mynd: RÚV
Lögregla og björgunarsveitir leituðu í dag og í kvöld að konu við Dyrhólaey. Ekki hefur spurst til hennar frá því fyrir helgi.

Leit hófst seinnipartinn og stóð fram á kvöld, en hefur ekki borið árangur. Björgunarsveitarmenn sem voru við leit voru að taka saman búnað sinn um klukkan hálf tíu enda orðið mjög dimmt og leit erfið.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV