Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Leitin að hinu fullkomna tré á Hólmsheiði

07.12.2019 - 20:16
Innlent · Aðventa · jól
Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / Grímur Jón Sigurðsson
Nú styttist i jólin og margir farnir að huga að því að kaupa jólatré. Í dag opnaði Skógræktarfélagið Jólaskóginn á Hólmsheiði, þar sem fólki býðst að höggva sitt eigið jólatré. 

Það var margt um manninn og jólalegt um að litast á fannhvítri Hólmsheiði í dag. Í skóginum eru tré af öllum stærðum og gerðum og það getur reynst þrautin þyngri að velja hið fullkomna tré og allir þurfa að vera sáttir við valið.

En kafarar í Sportkafarafélaginu höfðu þegar valið sitt jólatré og komið því vel fyrir á heldur óhefðbundnum stað. Í Davíðsgjá var blásið til veislu og dansað, eða réttara sagt synt, í kringum jólatréð.