Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Leita ekki á Suðurlandi í dag vegna lélegra skilyrða

26.12.2019 - 08:22
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Suðurlandi
Ekki verður leitað að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur í dag vegna lélegra skilyrða á leitarsvæðinu á Suðurlandi. Rima er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey en hennar hefur verið saknað síðan klukkan sjö á föstudagskvöld.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolfsvelli, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitin Víkverji í Vík hafi farið á leitarsvæðið í gærmorgun en í dag sé veðurspáin leiðinleg. Ákvörðun um framhaldið verður tekin í kvöld en stefnt er að því að halda leit áfram um helgina.

Leitarsvæðið er stórt, en það nær meðfram strandlengjunni frá Þorlákshöfn í vestri að Skaftárósum í austri. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Rimu að hafa samband.