Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Leit að Rimu hætt í dag

26.12.2019 - 16:07
Mynd með færslu
 Mynd: Orri Örvarsson - Aðsend mynd
Leit björgunarsveitarinnar Víkverja að Rimu Feliksasdóttur hefur verið hætt í dag og leitarfólk er að tínast í hús, að sögn Orra Örvarssonar, formanns Víkverja.

Björgunarsveitin hefur kembt fjörur á Suðurlandi síðan í morgun á tveimur bílum og einu fjórhjóli, án árangurs. Nú er farið að skyggja og veður orðið vont og ekki hægt að halda leit áfram í dag.

Rimu hefur verið saknað síðan á föstudagskvöld en talið er að hún hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Hún var búsett í Vík og kenndi við Víkurskóla en hún flutti nýverið á Hellu. Björgunarsveitin á fund með lögreglu um klukkan fimm í dag þar sem tekin verður ákvörðun um næstu skref. Leitin í dag var ekki skipulögð af lögreglu og björgunarsveitin stóð sjálf að leitinni.

Mynd með færslu
Leitarsvæðið er gríðarlega stórt og erfitt yfirferðar.