Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Leikur stöðvaður eftir að dómari var grýttur

epa07752438 The main referee Arnold Hunter (cenetr, down), from Northern Ireland, receives medical care after a firecracker sent by supporters incapacitated him during the extra time of the UEFA Europa League second qualifying round, second leg soccer match between Universitatea Craiova vs Budapest Honved, played in Craiova city, 275 Km west from Bucharest, Romania, 01 August 2019.  EPA-EFE/BOGDAN DANESCU ROMANIA OUT
 Mynd: EPA

Leikur stöðvaður eftir að dómari var grýttur

02.08.2019 - 09:30
Miður skemmtilegt atvik átti sér stað í leik rúmenska liðsins Uni­versi­ta­tea Crai­ova og Búdapest Hon­ved frá Ung­verjalandi í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta í gærkvöld. Stöðva þurfti leikinn í um 30 mínútur eftir að aðskotahlut var grýtt í dómara leiksins.

Liðin voru að mætast í síðari leik sínum í einvígi um hvort þeirra færi áfram í næstu umferð keppninnar en fyrri leik þeirra í Ungverjalandi lauk með markalausu jafntefli. Liðunum gekk litlu betur að skora í síðari leiknum í Rúmeníu í gær og þurfti að framlengja eftir aðrar markalausar 90 mínútur.

Undir lok framlengingar tók til stimpinga á milli leikmanna liðanna. Hitinn var einnig mikill í stúkunni og var reyksprengju hent inn á völlinn. Þá var einnig aðskotahlut kastað í dómara leiksins, Aaron Hunter frá Norður-Írlandi, sem lá óvígur eftir. Breski miðillinn Sky Sports heldur því fram að um kveikjara hafi verið að ræða.

Sjúkrabíll var kallaður til og hlúað var að Hunter næsta hálftímann eða svo. Hann treysti sér ekki til að halda leik áfram og var fjórði dómari leiksins kallaður til. Leiknum lauk 0-0 en þeir rúmensku í Craiova höfðu betur 3-1 í vítaspyrnukeppni og fara því áfram í næstu umferð.

Forráðamenn ungverska liðsins Honvéd voru æfir út í eftirlitsmenn leiksins og knattspyrnuyfirvöld eftir leik. Þeir gagnrýndu að öryggis leikmanna og dómara væri ekki gætt og í yfirlýsingu félagsins segir að atburðir gærkvöldsins hafi verið hneykslanlegir. Þá eru þeir forviða yfir því að leikurinn hafi hreinlega ekki verið flautaður af.

Valur og Stjarnan voru einnig á meðal liða sem kepptu í Evrópudeildinni í gær en líkt og Honvéd féllu liðin úr leik. Stjarnan tapaði hér heima gegn spænska liðinu Espanyol og Valur steinlá gegn Ludogorets í Búlgaríu.

epa07752437 The main referee Arnold Hunter (right, down), from Northern Ireland, knees assisted by his colleague after a firecracker sent by supporters incapacitated him during the extra time of the UEFA Europa League second qualifying round, second leg soccer match between Universitatea Craiova vs Budapest Honved, played in Craiova city, 275 Km west from Bucharest, Romania, 01 August 2019.  EPA-EFE/BOGDAN DANESCU ROMANIA OUT
 Mynd: EPA