Leikföng og barnalæti ollu deilum á setti Stjörnustríðs

Mynd með færslu
 Mynd: disney

Leikföng og barnalæti ollu deilum á setti Stjörnustríðs

02.12.2019 - 11:20
Sjötti kafla stjörnustríðs eru gerð skil í nýjasta þætti nördahlaðvarpsins Hans Óli skaut fyrst. Kvikmyndin er sú síðasta í upphaflega þríleiknum.

Return of the Jedi kom út árið 1983 og markaði endalok Stjörnustríðs í tæpa tvo áratugi. Undanfari Return of the Jedi, Empire strikes back, er ein sú myrkasta í kvikmyndabálkinum og því var ákveðið að svara kalli aðdáenda myndanna með jákvæðari tón í Return of the Jedi. En ekki allir aðstandendur myndanna voru sáttir við þá ákvörðun. 

Deilur um löngun George Lucasar til að selja leikföng í tengslum við myndina ollu vinslitum við Gary Kurtz, framleiðanda sem sagði skilið við þessa þriðju mynd, auk þess sem fjárskortur gerði það að verkum að ekki var hægt að bjóða upp á marga Wookiees svo í staðinn er myndin morandi í hinum litlu Ewoks. 

Jabba the Hut kemur fram í kvikmyndinni og gerir tilraun til að brjóta sterkan vilja Lilju prinsessu en það er í þessari kvikmynd sem sögufrægt gullbíkiní hennar er kynnt til sögunnar. 

Gestir þáttarins eru þau Oddur Ævar Gunnarsson, blaðamaður hjá Fréttablaðinu og Sonja Sigríður Jónsdóttir, athafnakona. 

 

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Óttaðist ungur að vera frystur í karbóníti

Sjónvarp

Yoda hvítvoðungur setur internetið á hliðina

Kvikmyndir

Vildi gera geimóperu en endaði á að gera Star Wars

Kvikmyndir

Útpæld pólitík en átakanleg ástarsaga