Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Leggja niður störf fram til klukkan 22

29.11.2019 - 09:55
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
 Mynd: Fréttir
Tólf tíma vinnustöðvun tökumanna, ljósmyndara og blaðamanna á vefmiðlum Frétt­a­blaðs­ins, Sýn­ar, Ár­vak­urs og RÚV hófst núna klukkan tíu. Vinnustöðvunin verður með sambærilegum hætti og áður. Næsti fundur í kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur verið boðaður á þriðjudag.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í fréttum í gær að kröfur blaðamanna væru langt innan marka lífskjarasamningsins. Hann hafi boðið það fram að óháð mat fari fram á kröfum BÍ. „Því tilboði mínu var ekki tekið en það stendur,“ segir hann. 

Kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands hefur verið laus frá því um síðustu áramót. 

Fréttamenn á RÚV eru flestir í Félagi fréttamanna og því hefur vinnustöðvunin takmörkuð áhrif á birtingu frétta á ruv.is.