Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lára Jóhanna les upp Undarlegt er að spyrja mennina

Mynd: Þjóðleikhúsið / Þjóðleikhúsið

Lára Jóhanna les upp Undarlegt er að spyrja mennina

26.03.2020 - 15:58

Höfundar

Ljóð dagsins á sviði Þjóðleikhússins er Undarlegt er að spyrja mennina eftir Nínu Björk Árnadóttur. Lára Jóhanna les ljóðið upp fyrir Lailu Michaelsdóttur.

Listafólk Þjóðleikhússins leitar nú nýrra leiða til að nýta hæfileika sína og gleðja landsmenn meðan á samkomubanni stendur.

Verkefnið Ljóð fyrir þjóð fer þannig fram að almenningur getur sent inn ósk um eitt ljóð sem er í sérstöku uppáhaldi hjá viðkomandi. Daglega, frá mánudegi til föstudags, meðan samkomubannið er í gildi, fær einn Íslendingur boð um að koma í Þjóðleikhúsið og fá ljóðið sitt flutt af einum leikara hússins á stóra sviði Þjóðleikhússins, fyrir sig einan.

Útsending hefst klukkan 16:30.

Ljóðaflutningnum er streymt beint af Þjóðleikhúsinu. Verkefnið er unnið í samstarfi menningarvefs RÚV, Rásar 1 og Þjóðleikhússins.

Vilt þú fá einkalestur frá leikara á stóra sviði Þjóðleikhússins? Veldu eitt ljóð hér að neðan eða sendu inn ósk um annað ljóð ef það finnst ekki á listanum og þú gætir verið dregin upp úr hattinum.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Pálmi Gestsson les upp Ferðalok Jónasar

Bókmenntir

Edda Björgvinsdóttir les upp Elífð daganna

Bókmenntir

Arndís Hrönn les upp Við dúnhreinsun

Leiklist

Ljóð fyrir þjóð: Einkalestur á ljóðum í samkomubanni