Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Langflestir ungir ökumenn senda sms við akstur

06.02.2016 - 12:29
Ökumaður í símanum undir stýri.
 Mynd: Daniel Nanescu - Splitshire
Sjötíu og sjö prósent ökumanna á aldrinum 25 til 34 ára senda skilaboð úr farsíma meðan á akstri stendur. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu.

58 prósent yngri ökumanna, þeir sem eru á 18 til 24 ára senda skilaboð undir stýri. Annar hver ökumaður á aldrinum 35 til 44 ára skrifar skilaboð á farsíma undir stýri. Nær allir ökumenn viðurkenna þó að það sé hættulegt.

Samkvæmt tölum Samgöngustofu þrefaldar það líkurnar bílslysi að teygja sig eftir síma, stimpla inn símanúmer, lesa eða skrifa sms við akstur.

Að meðaltali líta ökumenn af veginum í 4,6 sekúndur þegar smáskilaboð eru lesin eða skrifuð. Það jafngildir því að aka yfir heilan fótboltavöll án þess að horfa út um framrúðuna ef ekið er á 90 kílómetra hraða. 

 

Valgeir Örn Ragnarsson
Fréttastofa RÚV