Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Langflestir komnir með rafmagn í kvöld eða nótt

14.02.2020 - 17:52
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Rarik gerir ráð fyrir að búið verði að koma á rafmagni til flest allra í kvöld eða nótt. Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, segir að unnið verði að viðgerðum í kvöld, nótt og yfir helgina.

Þau viti hvað sé brotið, hvað sé slitið og hvað þurfi að gera við. Viðgerðir séu í fullum gangi og auka mannskapur að bætast við.

Helga segir að allir séu nú komnir með rafmagn aftur í sveitafélaginu Hornafirði og smá truflanir séu á nokkrum bæjum í Vopnafirði og tvær bilanir á Vesturlandi.  Hún segir að búast megi við að taka þurfi af rafmagn næstu daga á meðan viðgerð stendur yfir. Reynt verði að tilkynna um það fyrir fram.