
Landsmenn hafa áhyggjur af hlýnun jarðar
35 prósent sögðust hafa mjög miklar áhyggjur og 33 prósent frekar miklar. Þá sögðust 21 prósent vera hlutlaus, fimm prósent hafa frekar litlar áhyggjur og sex prósent mjög litlar áhyggjur.
Konur hafa meiri áhyggjur af hlýnun jarðar en karlar. 76 prósent kvenna segjast hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur, en 60 prósent karla.
Yngstu og elstu svarendurnir hafa mestar áhyggjur af hlýnuninni. Þá segjast fleiri hafa litlar áhyggjur eftir því sem aldur er hærri. Sjö prósent þeirra yngstu (18-29 ára) sögðust hafa litlar áhyggjur og 16 prósent þeirra elstu (68 ára og eldri).
Talsverður breytileiki var á svörum eftir því hvaða stjórnmálaflokk svarendur styðja. 96 prósent kjósenda Samfylkingar hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af hlýnun. 89 prósent kjósenda Vinstri grænna og 78 prósent þeirra sem styðja Viðreisn og Pírata segjast hafa miklar áhyggjur. 60 prósent svarenda sem styðja Sjálfstæðisflokkinn hafa miklar áhyggjur af hlýnun, 53 prósent sem kjósa Flokk fólksins, 51 prósent kjósenda Framsóknar og 39 prósent svarenda sem styðja Miðflokkinn hafa áhyggjur af hlýnun jarðar.
Könnunin var gerð dagana 23. til 29. maí. Þátttakendur, 18 ára og eldri, voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 932 svöruðu könnuninni.
Nánar má lesa um könnunina á vef MMR