Sigurjón Árnason, fyrrverandi Landsbankastjóri, og þrír undirmenn hans voru dæmdir í hæstarétti í dag vegna allsherjarmarkaðsmisnotkunar. Sigurjón hlaut 18 mánaða fangelsisdóm sem kemur til viðbótar við þriggja og hálfs árs dóm sem Sigurjón hlaut í fyrri hluta málsins. Dómur Sigurjóns er því í heildina fimm ár.