Landinn vill efni frá landanum

Mynd: RÚV / RÚV

Landinn vill efni frá landanum

27.03.2020 - 11:48

Höfundar

Sjónvarpsþátturinn Landinn safnar nú myndskeiðum og sögum sem sýna hvernig fólkið í landinu tekst á við COVID-19 faraldurinn.

Óskað er eftir suttum myndskeiðum og verður afraksturinn; Heimalandinn, notaður í innslag eða innslög í næstu þætti Landans, allt eftir því hverjar viðtökurnar verða. 

Þetta geta verið sögur úr sóttkví, sögur úr einangrun, sögur af nýjum áskorunum, skondnum lausnum og furðulegum aðstæðum sem fólk þarf að takast á við nú á þessum fordæmalausu tímum, hvort sem það er inni á heimilinu, á vinnustaðnum eða í félagslífinu.

Hér eru nánari upplýsingar um Heimalandann og leiðbeiningar um hvernig skila á efninu.