Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Lætur lokanir ekki stoppa sig - myndband

27.08.2014 - 16:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Ökumaðurinn sem sést í þessu myndbandi, gaf lítið fyrir lokanir á Dettifossvegi. Stórt svæði norðan Vatnajökuls hefur verið rýmt vegna hættu á eldgosi og flóðum. Ferðamaðurinn gerði sér hins vegar lítið fyrir og ók út af veginum og upp á hann aftur, til að komast fram hjá lokuninni.

Fjallað hefur verið um þá hættu sem kann að skapast, verði eldgos við Bárðarbungu. Stórt svæði var rýmt og tók það talsverðan tíma - um sjö klukkutíma. Fjöldi fólks þurfti að ganga um Jökulsárgljúfur til að ná í ferðamenn. Slæmt gsm-samband er víða á svæðinu.

Steindór Gunnar Steindórsson, fyrrverandi starfsmaður RÚV, var á ferð við Dettifossveg í gær. Þegar hann kom að afleggjara sem var lokaður, sá hann bíl sem var utan vegar. Hann segist fyrst hafa haldið að bílstjórinn væri í vandræðum en svo séð að hann var að spóla sig upp á veginn. Steindór segist ekki hafa séð hvort bíllinn var bílaleigubíll. Líklega sé undirvagn bílsins illa farinn. 

Steindór Gunnar hafði samband við lögregluna á Húsavík. Hún hafði uppi á ökumanninum og sektaði á staðnum. Ökumaðurinn var erlendur ferðamaður.

 

[email protected]