Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Kynvillingar eru sjúkt fólk“

Mynd: RÚV / RÚV

„Kynvillingar eru sjúkt fólk“

06.10.2019 - 12:57

Höfundar

Hlustandi sem hringdi inn í útvarpsþáttinn Símatími í umsjón Stefáns Jóns Hafstein árið 1983 líkti samkynhneigð við berkla og holdsveiki. „Það þarf að einangra þá frá samfélaginu svo þeir smiti ekki.“

Í þættinum opnaði Stefán Jón á umræður um homma og lesbíur og bauð landanum að slá á þráðinn og tjá skoðun sína á þeim. Ekki voru allir tilbúnir til að fagna fjölbreytileikanum á þessum tíma og sumir innhringjendur hikuðu ekki við að tjá andúð sína. Hjá Stefáni sátu þeir Guðni Baldursson og Þorvaldur Kristinsson sem höfðu komið út úr skápnum á þessum tíma og voru tilbúnir til að ræða við hlustendur um kynhneigð sína.

Fyrsti hlustandinn sem hringdi inn dró ekkert undan í skoðunum sínum þegar hann lýsti því yfir að þjóðfélaginu stæði mikil hætta af réttindabaráttu samkynhneigðra og taldi hann hana bráðsmitandi. „Þau heimta að vera viðurkennd sem venjulegt fólk. Það er alveg fjarstætt.“

Innslagið að ofan er brot úr þættinum Svona fólk í leikstjórn Hrafnhildar Gunnarsdóttir sem sýndur verður á RÚV í kvöld klukkan 20:30. Í öðrum þætti er fjallað um fyrstu ár Samtakanna '78.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Hinsegin fólk alltaf að koma út úr skápnum

Innlent

Samtökin '78 heiðra Guðrúnu Ögmundsdóttur