Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kynna sáttmála nýrrar stjórnar í Austurríki

02.01.2020 - 13:20
epa08098298 Leader of Austrian People's Party (OeVP), Sebastian Kurz (L) and Leader of the Austrian Green Party, Werner Kogler (R) arrive for a press statement after coalition negotiations for a new Austrian government at the Winter Palace of Prince Eugene in Vienna, Austria, 01 January 2020. Kurz and Kogler agree on a coalition of the OeVP and the Green Party to form a new government.  EPA-EFE/FLORIAN WIESER
Sebastian Kurz og Werner Kogler tilkynngu í Vínarborg í gærkvöld að þeir hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, og Werner Kogler, leiðtogi flokks Græningja, kynna síðar í dag stefnu næstu ríkisstjórnar landsins. Þeir tilkynntu óvænt í gærkvöld að Græningjar og Þjóðarflokkur Kurz hefðu komist að samkomulagi um að mynda stjórn.

Boðað var til kosninga í landinu í september eftir að stjórnarsamstarf Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins sprakk vegna spillingarmála. Þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið síðan. Þetta verður í fyrsta sinn sem Græningjar taka þátt í stjórnarsamstarfi í Austurríki.